Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 14:30 Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies). Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies).
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira