Enski boltinn

Ranieri: Ég þarf stríðsmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranieri kallar eftir meiri baráttu hjá sínum mönnum.
Ranieri kallar eftir meiri baráttu hjá sínum mönnum. vísir/getty
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, vill að sínir menn sýni meiri baráttu inni á vellinum.

Leicester er í tómum vandræðum. Liðið hefur ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og féll í gær úr leik fyrir C-deildarliði Millwall í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

„Ég vil ræða aftur við leikmennina og segja að við þurfum að berjast í hverjum einasta leik,“ sagði Ranieri sem undirbýr Leicester nú fyrir fyrri leikinn gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.

„Ég þarf stríðsmenn, ég þarf skylmingaþræla, því Millwall, manni færri, sýndi þann anda,“ sagði Ítalinn.

„Þetta er skrítið því á síðasta tímabili unnum við svona; með því að vera ákveðnari en andstæðingurinn og spila með hjartanu. Við töpuðum stundum en við börðumst í hverjum einasta leik. Ég vil sjá það, baráttu allt til loka.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×