Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 09:15 Rætt var við Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í morgunþættinum Bítinu. Vísir/egill Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent