Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 09:15 Rætt var við Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í morgunþættinum Bítinu. Vísir/egill Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira