Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 21:00 Enn er óljóst hvenær Íslandsmeistaravörn KR hefst en byrjun Íslandsmótsins var frestað vegna samkomubanns. VÍSIR/DANÍEL Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45
Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00