Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 18:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. vísir/bára Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020 Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira