Sport

Dæmi um að íþróttafélög virði ekki samkomubann - 50 manna æfing

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm

Minnst fjórar tilkynningar um brot á samkomubanni hjá íþróttafélögum hafa borist almannavarnadeild ríkislögreglustjóra síðan bannið var sett á.

Þetta kom meðal annars fram í máli Víðis Reynissonar á daglegum upplýsingafundi almannavarnadeildar í dag.

„Ég er fúll. Við fengum helling af tilkynningum síðastliðna nótt og í dag. Þar sem verið var að benda á ákveðna staði þar sem eitthvað hafði verið að gerast.“

„Svo erum við með allavega fjórar tilkynningar varðandi starfsemi íþróttafélaga þar sem æfingar voru í gangi. Við erum með upplýsingar um að það hafi verið 50 manna æfing hjá íþróttafélagi. Það er alveg ótrúlegt,“ segir Víðir.

Þann 20.mars síðastliðinn fyrirskipaði ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) að frá og með 22.mars skyldi allt skipulagt íþróttastarf hér á landi leggjast af.

Hafa mörg íþróttafélög brugðist við með því að senda iðkendum sínum æfingar sem hægt er að gera í einrúmi en miðað við orð Víðis gildir það ekki um öll félög.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.