Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. mars 2020 11:58 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-19 göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira