Innlent

Eldur í húsi utan við Stokkseyri

Andri Eysteinsson skrifar
Mikill reykur er til staðar í húsinu
Mikill reykur er til staðar í húsinu Vísir/MHH

Brunavarnir Árnessýslu sinna nú útkalli vegna elds sem kom upp í húsi utan við Stokkseyri.

Mikill eldur var í húsinu, sem er tveggja hæða sveitabær utan við Stokkseyri, þegar slökkvilið bar að garði. Að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra var mikill hiti í húsinu og hrunið á milli hæða. 

Slökkviliðsmenn frá bæði Hveragerði og Selfossi sinntu útkallinu.Vísir/MHH

Ekki er búið í húsinu sem er einangrað með eldfimum efnum eins og tíðkaðist þegar húsið var byggt, því verða reykkafarar ekki sendir inn og miðast slökkvistarf við ytra slökkvistarf.

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var ekki ljóst hvort að einhver væri inni í húsinu á meðan eldurinn logaði en í ljós kom að svo væri ekki og urðu engin slys á fólki að sögn Péturs.

Um tuttugu slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði koma nú að slökkvistarfi sem mun standa í nokkurn tíma að sögn slökkviliðsstjórans.

Hrunið er á milli hæða í húsinu.Vísir/MHH



Fréttin hefur verið uppfærð



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×