Erlent

Yfir 5000 látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá sjúkrahúsi í Barselóna í gær.
Frá sjúkrahúsi í Barselóna í gær. AP/Felipe Dana

Meira en 5000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en tilkynnt var um 832 dauðsföll til viðbótar í nótt en AP greinir frá.

Alls hafa 72.248 tilfelli kórónuveirunnar greinst í landinu og 5690 hafa látist og er Ítalía nú eina landið þar sem fleiri hafa látist af völdum veirunnar en á Spáni. Neyðarástandandi hefur verið lýst yfir og er ætlað að það standi til 12. apríl næstkomandi hið minnsta.

Mikið álag er á heilbrigðiskerfi landsins og hefur spænski herinn verið kallaður til aðstoðar við þrif og annað á sjúkrahúsum landsins. Heilbrigðisstarfsfólk hefur undanfarið kvartað undan gæðum hlífðargallanna sem nauðsynlegt er að klæðast til að forðast smit þegar að COVID-19 sjúklingar eru meðhöndlaðir.

Í viðtali við AP segir katalónski heilbrigðisstarfsmaðurinn Pablo Rojo sem starfar á Dos de Maig spítalanum í Barselóna að meðalaldur sjúklinga fari lækkandi, hann sé nú nær fertugu en var áður nær áttræðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.