Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. mars 2020 11:57 Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira