Erlent

Rússum gert að halda sig heima þó ekki ríki faraldur

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Sochi við Svartahaf þar srem varað er við kórónuveirunni.
Frá Sochi við Svartahaf þar srem varað er við kórónuveirunni. Getty/Feoktistov

Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Yfir 1000 tilfelli kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum hafa greinst í Rússlandi, flest í höfuðborginni Moskvu.

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín tilkynnti á dögunum að öllum yrði gefið launað frí frá vinnu í viku, eitthvað virtust Rússar misskilja skilaboðin því BBC greinir frá að eftir að áformin voru kynnt hafi orðið mikil aukning í viðskiptum hjá ferðaskrifstofum landsins. Talið er líklegt að misvísandi skilaboð frá yfirvöldum beri þar sök.

Þrátt fyrir tilfellin 1000 og frí-vikuna hefur talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sagt að í landinu ríki enginn faraldur kórónuveirunnar og byggir það á samanburði á tölum yfir smitaða í Rússlandi og annars staðar í Evrópu.

Þó hefur verið hægt að merkja aukningu hjá þeim sem bera andlitsgrímur eftir að áform Pútín voru kynnt en með þeim verður öllu nema matvöruverslunum og veitingastöðum lokað, að ótöldum framvarðarsveitum almannavarna.

Aðsókn í hótel við Svartahaf jókst til muna

Ríkisstjóri Krasnódar héraðs, Benjamín Kondratíev, áréttaði fyrir fylgjendum sínum á Instagram að í raun væri ekki að ræða aukafrídaga. Krasnodar hérað, þar sem Sochi við Svartahaf er að finna, er vinsæll áfangastaður Rússa í fríhugleiðingum. Eftir ávarp Pútín jukust hótelbókanir á svæðinu umtalsvert.

Kondratíev og aðrir ráðamenn í Krasnódar hafa hins vegar ákveðið að láta loka veitingastöðum, görðum og verslunarmiðstöðvum og hafa sett takmarkanir á flugsamgöngur til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.