Fótbolti

Gylfi og fé­lagar klöppuðu fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Engandi og í öllum heiminum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af Gylfa í myndbandinu.
Skjáskot af Gylfa í myndbandinu. mynd/everton

Everton birti í gær skemmtilegt myndband á samskiptamiðlum sínum þar sem bæði leikmenn, stuðningsmenn og starfsmenn félagsins klöppuðu fyrir heilbrigðisstarfsfólki en klukkan átta í gærkvöldi tóku landsmenn sig til og klöppuðu fyrir starfsfólkinu sem vinnur gegn kórónuveirunni.

Enska deildin er eins og flest allar deildir heims í hléi vegna kóronuveirunnar og óvíst er hvenær leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar geti snúið aftur út á völlinn. Það verður tíminn einn að leiða í ljós.

Everton hefur undanfarið birt skemmtileg myndbönd á miðlum sínum þar sem leikmenn liðsins hafa hringt í ársmiðahafa á Goodison Park og spurt þá hvernig þeir hafi það á þessum erfiðu tímum.

Í gær birti bláklædda Bítlaborgarliðið svo nýtt myndband þar sem leikmenn, bæði karla- og kvennalandsliðsins, klöppuðu fyrir starfsfólkinu á Englandi sem og í öllum heiminum sem vinnur hörðum höndum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Gylfi Sigurðsson var einn þeirra sem birtist í myndbandinu en að auki má þar nefna Theo Walcott, Michael Keane og yfirmann knattspyrnumála, Marcel Brands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×