Innlent

Létt á viðmiðum kórónuprófa hjá heilsugæslunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill

Létt verður á þeim skilyrðum sem heilsugæslan setur varðandi próf fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það verður að öllum líkindum gert vegna fjölgunar sýnatökupinna hér á landi. Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi hann búist ekki við öðru en að svo verði.

Þannig geti fleiri sem séu veikir og óttist að þeir séu með kórónuveiruna leitað til heilsugæslunnar og fengið úr því skorið.

Ljóst er að fleiri veirur og annars konar veikindi herja á Íslendinga um þessar mundir.

„Við erum að skoða fólk sem er veikt og viljum gá hvort orsök veikinnar sé kórónuveiran,“ segir Óskar. Heilsugæslan hefur haft ákveðin skilmerki eins og hitastig til að fólk geti fengið próf. Óskar býst því því að dregið verði úr þeim.

„Af þeim sem eru veikir eru ekki allir með þessa veiru en ég á von á því að við þurfum ekki að vera eins hörð á skilmerkjum fyrir þá sem koma til okkar.“

Sjá einnig: Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana

Óskar segir mikið álag hafa verið á heilsugæslunni síðustu misseri. Það hafi þó gengið vel. Nú sé þó verið að undirbúa fyrir erfiðari tíma næstu vikurnar.

„Það er hlutverk heilsugæslunnar að sinna þeim sem ekki vita hvort þeir eru sýktir. Spítalinn sinnir þeim sem búið er að staðfesta að eru með kórónuveiruna. Það má búast við því að það veikist töluvert fleiri næstu tvær, þrjár vikurnar heldur en hefur verið,“ segir Óskar.

„Þar af leiðandi verðum við að sinna því. Það verður svolítið mikil vinna næsta mánuðinn, má búast við.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.