Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 19:27 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira