Bruno Fernandes var farinn að ógna meti Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Swansea City vorið 2012 en til hægri er Bruno Fernandes að fagna marki með Manchester United. Samsett/Getty Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira