Bruno Fernandes var farinn að ógna meti Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Swansea City vorið 2012 en til hægri er Bruno Fernandes að fagna marki með Manchester United. Samsett/Getty Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira