Erlent

Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Banda­ríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa nú um 70 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum.
Alls hafa nú um 70 þúsund smit greinst í Bandaríkjunum. Getty

Alls hafa nú verið staðfest nærri sjötíu þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi.

Að minnsta kosti 1.050 hafa nú látið lífið þar í landi, flestir í New York, þar sem um 30 þúsund eru smitaðir og um þrjú hundruð látnir.

Á heimsvísu er tala látinna nú komin yfir 21 þúsund manns. Staðfest smit í heiminum eru nú um 471 þúsund.

Stjórnvöld í japönsku höfuðborginni Tókýó vöruðu í nótt fólk við að fara út fyrir hússins dyr og biðla til borgarbúa að halda sig heima um helgina til að reyna að koma í veg fyrir sprengingu smita.

Í gær voru rúmlega fjörutíu tilfeli staðfest í borginni sem er nýtt met og óttast menn að veiran dreifist nú hratt meðal íbúa.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög

Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×