Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 12:54 Heilbrigðisstarfsmenn sjást hér taka sýni úr fólki úti í bíl svo hægt sé að kanna hvort viðkomandi sé smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira