Erlent

Karl Bretaprins með veiruna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Bretaprins flytur ræðu á samkomu í London þann 12. mars síðastliðinn.
Karl Bretaprins flytur ræðu á samkomu í London þann 12. mars síðastliðinn. Getty/Eamonn M. McCormack

Karl Bretaprins hefur verið greindur með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu prinsins þar sem segir að hann hafi hingað til sýnt væg einkenni en sé annars við góða heilsu. 

Eiginkona hans Camilla Parker-Bowles hefur einnig verið prófuð en hún reyndist ekki smituð. Þau eru nú bæði komin í sóttkví á heimili sínu. Þá segir að engin leið sé að vita hvar prinsinn hafi smitast, því hann hafi hitt svo marga í opinberum erindagjörðum sínum síðustu vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.