Þakklát öllum á Íslandi fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 20:38 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir miklu þakklæti í garð allra á Íslandi. Hún er þakklát fyrir þá viðleitni Íslendinga til að laga hegðun sína að þeim tilmælum og fyrirmælum sem stjórnvöld hafa gefið út í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Mig langar að nota þetta tækifæri núna, þegar við erum enn þá að herða á og í raun og veru enn þá að þrengja meira að alls konar starfsemi í samfélaginu, að lýsa því mikla þakklæti sem ég ber í brjósti gagnvart öllum á Íslandi,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún segir jafnframt ljóst að allir sem eru að breyta lífi sínu á einhvern hátt séu að leggja sitt af mörkum. „Allt frá heimilishaldinu og yfir í það hvernig fólk er að vinna með kennslu og heilbrigðisþjónustu. Það strætóbílstjórar, það eru þeir sem eru að reka veitingaþjónustu, það er ungt fólk og gamalt fólk.“ Í dag var tilkynnt að ráðherrann hefði, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis, ákveðið að herða enn frekar samkomubannið sem sett var á 13. mars síðastliðinn. Þá var ákveðið að takmarka allar samkomur við 100 manns eða færri. Hámarksfjöldi einstaklinga hefur nú verið lækkaður umtalsvert, eða niður í 20. Bannið gildir að minnsta kosti til 15. apríl, en mögulegt er að það verði hert frekar. Ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum, eins og sakir standa. „Allir eru að breyta sínum venjum frá degi til dags til þess að fara að þessum ráðum sóttvarnalæknis og stefna að því að ná að sigrast á þessari veiru,“ segir Svandís að lokum. Á vefsíðunni covid.is, sem haldið er úti af Almannavörnum og embætti landlæknis, má nálgast allar helstu upplýsingar um hvaða þýðingu samkomubannið hefur og hvaða reglur gilda í tengslum við bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira