Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 17:27 Frá Skógafossi í dag. Rennsli er lítið í fossinum, líkt og sést á myndinni. Lögreglan á Suðurlandi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02