Innlent

Þakplata fauk á mann í Hvalfirði

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gat ekki staðfest hve alvarleg meiðsli mannsins eru.
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gat ekki staðfest hve alvarleg meiðsli mannsins eru. Vísir/Vilhelm

Uppfært: 11:00

Karlmaðurinn hefur verið fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Töluverðan tíma tók að flytja hann þangað vegna veðurs á Kjalarnesi og Hvalfirði. Hann mun vera við meðvitund en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Samkvæmt varðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk vel að komast í Hvalfjörðinn.

Maður er slasaður eftir að hafa orðið fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði. Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gat ekki staðfest hve alvarleg meiðsli mannsins eru.

Víða er nú rok eða „ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum og hefur vindur mælst mjög sterkur í Hvalfirði í nótt og í morgun. Talið er að veðrið muni ganga niður upp úr hádegi.

Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.


Tengdar fréttir

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.

Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun

Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða "ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum.

62 m/s á Kjalarnesi

Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að aftakaveður gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7

Rafmagnstruflanir víða

Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×