Innlent

„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki.
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. VÍSIR/VILHELM

Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. 

Hvernig er þróunin í dag og útlitið?

„Veðrið er að ganga niður um sunnanvert landið en það verður áfram hvasst norðan til á landinu og verður alveg fram á kvöld. Það er úrkoma um allt land og snjóar ennþá  á Vestfjörðum og Austfjörðum og víðar á norðanverðu landinu en hér syðra er komin rigning.“

En þótt áfram verði hvasst þá hefur hámarkinu verið náð ekki satt?

„Jú, veðrið er komið í hámark núna og það dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu,“ segir Daníel. 

Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. Víðast hvar 13-18 m/s en 18-25 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Lægðinni fylgir dálítil snjókoma á Vestfjörðum en annars staðar verður rigning, einkum um austanvert landið.

Gul viðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði snemma í fyrramálið en í kringum hádegisbil á Suður-og Austurlandi.

Hiti tvö til fimm stig en um og undir frostmarki norðan til á landinu.

Sjávarflóð eru líkleg í kvöld og á morgun.

 


Tengdar fréttir

Þakplata fauk á mann í Hvalfirði

Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.