Erlent

793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglubíll ekur eftir götum Mílanóborgar. Ítalir hafa verið hvattir til að halda sig heima.
Lögreglubíll ekur eftir götum Mílanóborgar. Ítalir hafa verið hvattir til að halda sig heima. AP

Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum hafa 793 manns látist af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn.

Heildarfjöldi dauðsfalla vegna veirunnar í landinu er nú 4.825. Aukning dauðsfalla síðasta sólarhringinn var því 19,6 prósent að því er fram kemur í frétt Reuters.

Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði.

Fréttir bárust frá því síðastliðinn fimmtudag að fleiri hafi látist af völdum veirunnar á Ítalíu en í Kína þar sem faraldurinn kom upp undir lok síðasta árs.

Alls hafa nú 53.578 manns greinst með kórónuveirusmit á Ítalíu, en fjöldinn var 47.021 í gær.

Ástandið er verst í Langbarðalandi (Lombardy) þar sem dauðsföllin vegna veirunnar telja nú 3.095 og smittilfellin 25.515.

Af þeim sem hafa greint með smit á Ítalíu hafa tæplega 6.072 manns náð fullum bata, en sú tala stóð í 5.119 í gær. 2.857 manns eru nú á gjörgæslu samanborið við 2.655 í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.