Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 14:20 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“ Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira