Erlent

Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. Tala látinna hækkar hratt í Írak og ekkert lát er á útbreiðslu faraldursins.

Talið er að það sé einungis tímaspursmál hvenær veiran berst í flóttamannabúðir í kringum Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 

Samtökin Hvítu hjálmarnir lýstu áhyggjum af þessu í dag en samtökin vinna nú með fjölmörgum öðrum að því að reyna að fyrirbyggja smit.

Komist veiran inn í flóttamannabúðirnar verður einstaklega erfitt að ráða við faraldurinn. 

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum búa 900.000 í mjög þéttbýlum búðum á svæðinu. Hreinlætisvörur eru nær hvergi sjáanlegar og ómögulegt er að setja fólk í sóttkví eða einangrun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×