Enski boltinn

Hress hundur truflaði heimaæfingar Maríu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María er með samning hjá Chelsea til 2021.
María er með samning hjá Chelsea til 2021. vísir/getty

Líkt og fleira íþróttafólk æfir María Þórisdóttir heima hjá sér þessa dagana.

María leikur með Chelsea en keppni í ensku deildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Chelsea birti skemmtilegt myndband á Twitter af heimaæfingum Maríu. Þar stal hundurinn hennar senunni.

Hundurinn var hinn hressasti og vildi ólmur leika við norsku landsliðskonuna. Á endanum tók María hundinn í fangið og tók hnébeygjur með hann. Myndband af Maríu og hundinum má sjá hér fyrir neðan.

María hefur leikið með Chelsea síðan 2017. Á þessu tímabili hefur hún leikið fimm leiki í ensku deildinni og skorað eitt mark.

Chelsea er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir toppliði Manchester City. Chelsea á leik til góða á City.

María hefur leikið 41 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. Hún lék með norska landsliðinu á HM 2015 og 2019 og EM 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×