Enski boltinn

Hress hundur truflaði heimaæfingar Maríu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María er með samning hjá Chelsea til 2021.
María er með samning hjá Chelsea til 2021. vísir/getty

Líkt og fleira íþróttafólk æfir María Þórisdóttir heima hjá sér þessa dagana.

María leikur með Chelsea en keppni í ensku deildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Chelsea birti skemmtilegt myndband á Twitter af heimaæfingum Maríu. Þar stal hundurinn hennar senunni.

Hundurinn var hinn hressasti og vildi ólmur leika við norsku landsliðskonuna. Á endanum tók María hundinn í fangið og tók hnébeygjur með hann. Myndband af Maríu og hundinum má sjá hér fyrir neðan.

María hefur leikið með Chelsea síðan 2017. Á þessu tímabili hefur hún leikið fimm leiki í ensku deildinni og skorað eitt mark.

Chelsea er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, einu stigi á eftir toppliði Manchester City. Chelsea á leik til góða á City.

María hefur leikið 41 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. Hún lék með norska landsliðinu á HM 2015 og 2019 og EM 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.