Íslenski boltinn

Tveir Víkingar í sóttkví

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar hafa ekki farið varhluta af afleiðingum útbreiðslu kórónuveirunnar.
Víkingar hafa ekki farið varhluta af afleiðingum útbreiðslu kórónuveirunnar. VÍSIR/BÁRA

Tveir leikmenn karlaliðs Víkings R. í fótbolta fóru í sóttkví í dag en þetta staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, við mbl.is í kvöld.

„Í dag fóru tveir leikmenn úr meistaraflokki í sóttkví. Annar þeirra er að vinna í Klettaskóla og hinn í frístundaheimili,“ sagði Haraldur.

Haraldur er jafnframt formaður Íslensks toppfótbolta og situr í stjórn KSÍ. Hann tekur undir orð Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, í Bítinu í morgun þar sem Guðni sagðist gera ráð fyrir því að fresta byrjun Íslandsmótsins í fótbolta. Samkomubanni lýkur í fyrsta lagi 12. apríl en fyrsti leikur í Pepsi Max-deild karla átti að vera 22. apríl, á milli Vals og KR. Stjórn KSÍ fundar á morgun þar sem COVID-19 er skráð sem þriðja mál á dagskrá.

„Það liggur fyrir seinkun á mótinu sem verður ekkert stórkostleg. Hún miðar við að samkomubannið sem er í gildi núna verði ekki framlengt. Við getum unnið eftir þessu nýja plani ef samgöngubannið hættir 12. apríl. Við erum hætt að horfa á 21. apríl fyrir 1. umferðina. Það er of lítill tími fyrir félögin, sérstaklega í því ástandi sem við erum í núna. Menn geta ekki æft saman og eru komnir í einangrun hér og þar í liðunum. Það eru bara níu dagar frá 12.-21. apríl og það er of lítill tími,“ er haft eftir Haraldi á mbl.is.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.