Sport

Svona undir­býr Breiða­blik sig fyrir Pepsi Max-deildina á tímum kórónu­veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik á æfingu í gær. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari gefur skipanir.
mynd/skjáskot/blikartv

Íþróttafélög landsins eru í klandri með að æfa vegna samkomubanns sem nú gildir á landinu en karlalið Breiðabliks í knattspyrnu hefur fundið leið til þess að æfa.

BlikarTV skelltu sér í heimsókn á Kópavogsvöll í gær þar sem meistaraflokkur félagsins var einmitt á æfingu. Þar héldu menn tveggja metra bili og voru í allskyns hlaupa- og skotæfingum.

Í innslaginu var einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara meistaraflokk félagsins sem og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarastjóra og Vilhjálm Kára Haraldsson þjálfara 2. flokks kvenna og Augnabliks.

Þar fara þeir yfir stöðuna sem upp er komin og hvað er til ráða en innslagið sem er rúmar tuttugu mínútur má sjá í YouTube-glugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×