Erlent

Mun ekki halda upp á af­mælið sér­stak­lega og vill engin heiðurs­skot

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður 94 ára á þriðjudaginn.
Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður 94 ára á þriðjudaginn. getty

Elísabet önnur Bretlandsdrottning mun ekki halda sérstaklega upp á 94 ára afmæli sitt og hefur óskað eftir því að horfið verði frá því að skjóta heiðursskotum í tilefni af deginum. Hún telur slíkt ekki viðeigandi á þessum tímum þar sem Bretar og heimsbyggðin öll glíma við faraldur kórónuveiru.

Þetta kemur fram í frétt Reuters, en drottningin verður 94 ára næstkomandi þriðjudag, 21. apríl. Breska konungsfjölskyldan skýtur vanalega heiðursskotum frá ýmsum stöðum í London í tilefni af afmælum eða öðrum merkum viðburðum.

Alls eru nú rúmlega 14 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bretlandi og eru skráð smit í landinu rúmlega 108 þúsund.

Beiðni drottningar um að heiðursskoðum verði ekki skotið ku vera sú fyrsta sinnar tegundar í 68 ára valdatíð hennar.

Útgöngubann er í gildi í Bretlandi og var greint frá því fyrr í vikunni að það hafi verið framlengt um þrjár vikur til viðbótar.


Tengdar fréttir

Drottningin mun ávarpa þjóðina í kvöld

Elísabet Bretlandsdrottning mun ávarpa bresku þjóðina í beinni útsendingu í kvöld vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×