Fengu miða undir hurðina þar sem tilkynnt var um sóttkvína Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 12:44 Lögregluþjónn stendur vörð fyrir utan Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife í morgun. Vísir/lóa pind Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14