Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Anna Sigrún Baldursdóttir fyrir utan hótelið umrædda. Anna Sigrún/Lóa Pind Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira