Erlent

Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran

Samúel Karl Ólason skrifar
Beðið fyrir utan Masumeh helgidóminn í Qom í Íran.
Beðið fyrir utan Masumeh helgidóminn í Qom í Íran. EPA/MEHDI MARIZAD

Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Auk þess er verið að grípa til aðgerða innan fangelsa og er verið að vinna gegn þrengslum innan fangelsa svo hægt sé að aðgreina fanga.

Ekki liggur fyrir hvenær fangarnir eiga að snúa aftur í fangelsi, né hvernig endurkomu þeirra verði framfylgt, samkvæmt frétt Sky News.

Fyrr í mánuðinum var 54 þúsund föngum sleppt vegna faraldursins.

Íran hefur orðið illa úti vegna faraldursins og eru minnst 988 dánir þar í landi. Búið er að staðfesta að um 15 þúsund hafa smitast.

Hundruð fanga í Brasilíu flúðu úr fjórum lággæslufangelsum þar í landi eftir að þeim var meinað að fara í frí og fá gesti vegna faraldursins. Samkvæmt Guardian kom til óeirða í þessum fjórum fangelsum eftir að aðgerðirnar voru tilbúnar og notuðu margir tækifærið til að flýja.

Óttast var að einhverjir fanganna myndu smitast af veirunni utan fangelsanna og bera smit þar inn. Því voru páskafrí þeirra felld niður.

Myndbönd sýna fanga hlaupa frá fangelsunum og á einu þeirra, frá fangelsi þar sem 400 fangar eru sagðir hafa flúið, má heyra mann kalla á eftir föngum: „Komið aftur á mánudaginn, okei?“

'>


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×