Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:00 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/Getty Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga. Bannið yrði sett á með það fyrir augum að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. Hún sagði í ávarpi á Twitter að nauðsynlegt yrði að fá aðildarríki Schengen samstarfsins sem eru utan ESB - en Ísland er eitt þeirra - til að taka þátt í ferðabanninu. Verði íslensk stjórnvöld við slíkri beiðni yrðu komur ferðamanna frá löndum utan Schengen bannaðar í 30 daga. The @EU_Commission presents guidelines on border measures & proposes: 1 Green lanes/fast lanes giving priority to essential transport to keep the mobility sector going & ensure economic continuity2 Temporary restriction on non-essential travel to the EU (30 days) pic.twitter.com/9bda9MntF0— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2020 „Því minni ferðalög, því meiri stjórn náum við á veirunni. Ég legg til að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir setji á tímabundin bönn við ónauðsynlegum ferðalögum til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen. „Við teljum að draga þurfi úr ónauðsynlegum ferðum til þess að dreifa veirunni ekki frekar, hvort sem það er innan Evrópusambandsins eða utan þess, en einnig til þess að valda heilbrigðiskerfi okkar ekki auknu álagi.“ Þá kæmi til greina að veita undanþágur þeim ríkisborgurum Evrópusambandsins sem væru á heimleið eða á leið til fjölskyldna sinna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem vinna sérstaklega að því að sporna við útbreiðslu COVID-19. Fjallað verður um tillöguna á fjarfundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins á morgun.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira