Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 09:00 Hertar aðgerðir tóku gildi víða í Bretlandi í gær. Jason Alden/Getty Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48
Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00