Fótbolti

Meiðsli Coutinho gætu haft áhrif á Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho liggur óvígur eftir í fyrrakvöld.
Coutinho liggur óvígur eftir í fyrrakvöld. Urbanandsport/NurPhoto

Philippe Coutinho, miðjumaður Barcelona, meiddist illa í leik liðsins gegn Eibar í fyrrakvöld en Börsungar töpuðu mikilvægum stigum er leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Coutinho kom inn af bekknum í síðari hálfleik en þurfti að fra af velli í uppbótartíma eftir meiðslin. Hann meiddist á hné og nú er ljóst að hann verður frá í einhvern tíma.

Börsungar gáfu frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að hann muni gangast undir skoðun á næstu dögum en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Þetta mun ekki bara hafa áhrif á Barcelona því þau gætu einnig haft áhrif á ensku meistarana í Liverpool þar sem Brasilíumaðurinn lék til ársins 2018 er hann var keyptur fyrir 130 milljónir punda.

Þegar Coutinho hefur spilað hundrað leiki fyrir Barcelona, þurfa þeir að borga Liveprool átján milljónir evra, en líkur voru á að Coutinho myndi fara í hundrað leikina á þessu ári.

Hann er nú búinn að leika 90 leiki frá því að hann kom til félagsins en talið er að hann yfirgefi félagið næsta sumar. Svo spurningin er hvort að meiðslin geri það að verkum að leikirnir verði ekki hundrað.

Hann hefur ekki verið fastamaður hjá Barcelona á leiktíðinni en hefur verið að fá tækifæri að undanförnu hjá Ronald Koeman eftir að hafa verið á láni hjá Bayern Munchen á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Börsungar nálgast toppliðin

Barcelona vann 3-0 útisigur á Real Valladolid í kvöld. Með sigrinum er liðið komið upp í 5. sæti deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir Real Madrid sem situr í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×