Börsungar nálgast toppliðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var gaman hjá leikmönnum Barcelona í kvöld.
Það var gaman hjá leikmönnum Barcelona í kvöld. EPA-EFE/R.Garcia

Barcelona vann 3-0 útisigur á Real Valladolid í kvöld. Með sigrinum er liðið komið upp í 5. sæti deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir Real Madrid sem situr í 2. sæti.

Sigurinn var í auðveldari kantinum en Barcelona hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Franski miðvörðurinn Clement Lenglet kom Börsungum yfir á 21. mínútu eftir fyrirgjöf Lionel Messi.

Hinn danski Martin Braithwaite kom gestunum í 2-0 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir góða sendingu bandaríska bakvarðarins Sergino Dest inn á teig Valladolid. Braithwaite gat ekki annað en skorað.

Barcelona var með tveggja marka forystu í hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Messi svo þriðja mark Börsunga og gulltryggði sigurinn. Philippe Coutinho átti skot í marksúlur heimamanna undir lok leiks en fjórða markið leit ekki dagsins ljós og lokatölur því 3-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira