„Vondur tímapunktur til að hætta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2020 11:01 Atli Viðar Björnsson er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. stöð 2 sport Markaskorararnir Atli Viðar Björnsson og Patrick Pedersen voru þeir síðustu sem voru kynntir í draumaliði áratugarins. Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen
Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01
„Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01
„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00