„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 11:28 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40