Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 09:40 Bólusetningin gekk ljómandi vel í morgun. Vísir/Vilhelm Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14