Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2020 17:37 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. EPA/MARTIN DIVISEK Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira