Man City ekki í vand­ræðum með New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ferran Torres skoraði annað mark City í kvöld.
Ferran Torres skoraði annað mark City í kvöld. EPA-EFE/Clive Brunskill

Manchester City vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn var síst of stór miðað við yfirburði Man City.

Ilkay Gundogan kom City yfir á 14. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bætti Ferran Torres við marki fyrir City og staðan orðin 2-0.

Reyndust það lokatölur leiksins en City átti alls sex skot á markið þó svo að liðið væri með boltann 76 prósent af leiknum. Var þetta tíundi leikur City í röð án taps og 13. skiptið sem þeir halda marki sínu hreinu á leiktíðinni.

Sigurinn lyftir City upp í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, stigi minna en nágrannar þeirra í United sem eru í 5. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira