Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. desember 2020 08:13 Trump vill að Bandaríkjaþing breyti frumvarpi sem snýst um neyðaraðgerðir í efnahagsmálum vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Al Drago Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Um er að ræða efnahagsaðgerðir til að bregðast við þrengingum vegna faraldursins upp á 900 milljarða Bandaríkjadala. Bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem og öldungadeildin náðu saman um aðgerðirnar í vikunni eftir margra mánaða þref. Búist hafði verið við því að forsetinn myndi skrifa undir frumvarpið í gærkvöldi en nú krefst hann þess að breytingar verði gerðar á því og sú tala sem fara eigi til almennings verði hærri. Þá gagnrýnir hann ýmsa liði frumvarpsins sem hann segir ekki tengjast faraldrinum með nokkrum hætti. Í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi sagði Trump björgunarpakkann vera til skammar og að hann væri fullur af bruðli. „Þetta kallast Covid-björgunarpakkinn en þetta hefur nánast ekkert með Covid að gera,“ sagði Trump. pic.twitter.com/v9Rdjz6DNu— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 „Fullt af pening“ í útlönd, lobbíista og sérhagsmuni Á meðal þess sem kveðið er á í pakkanum er 600 dollara eingreiðsla til flestra Bandaríkjamanna en Trump vill hækka þá greiðslu í 2000 dollara og tryggja að hún verði þá 4000 dollarar fyrir pör. „Þetta frumvarp kveður á um 85,5 milljónir dollara í aðstoð við Kambódíu, 134 milljónir dollara til Búrma, 1,3 milljarða dollara til Egyptalands og egypska hersins, sem mun fara og kaupa nánast bara rússneskan herbúnað, 25 milljónir dollara í lýðræðis- og jafnréttisverkefni í Pakistan og samtals 505 milljónir dollara til Belize, Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Panama,“ sagði Trump. Hann sagði þingið þannig hafa fundið „fullt af pening fyrir útlönd, lobbíista og sérhagsmuni á meðan minnsta mögulega pening er varið í Bandaríkjamenn sem þurfa á fjármununum að halda. Þetta var ekki þeim að kenna heldur Kína.“ Kvaðst Trump ætla að biðja þingið um að breyta frumvarpinu og „henda út bruðli og öðru ónauðsynlegu.“ „Annars mun næsta ríkisstjórn þurfa að koma með Covid-björgunarpakka,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira