Enski boltinn

Fresta úr­slita­leik deildar­bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson gæti mætt Scott McTominay í vikunni er Everton tekur á móti Man Utd í 8-liða úrslitum deildarbikarsins.
Gylfi Þór Sigurðsson gæti mætt Scott McTominay í vikunni er Everton tekur á móti Man Utd í 8-liða úrslitum deildarbikarsins. Visionhaus/Getty

Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að fresta úrslitaleik deildarbikarsins fram í lok apríl í þeirri von um að áhorfendur fái að mæta á úrslitaleikinn sem fram fer á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Upprunalega átti úrslitaleikurinn að fara fram þann 28. febrúar en talið er að sóttvarnir í Lundúnum verði enn í strangari kantinum og því engir áhorfendur leyfðir á þeim tímapunkti.

Sem stendur eru enn átta lið sem geta komist í úrslit enska deildarbikarsins en leikið er í bikarnum í vikunni.

Á morgun, þriðjudag, fer Newcastle United í heimsókn til Brentford sem leikur í B-deildinni. Ríkjandi meistarar í Manchester City heimsækja svo Arsenal. Á miðvikudag eru svo tveir leikir en Tottenham Hotspur heimsækir Stoke City og Everton fær Manchester United í heimsókn.

Allir fjórir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×