Erlent

Ung­verskir stjórnar­and­stöðu­flokkar snúa bökum saman

Atli Ísleifsson skrifar
Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.
Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Getty

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022.

Sex flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu, þeirra á meðal íhaldsflokkurinn Jobbik og jafnaðarmannaflokkurinn Demokratikus Koalicio, hafa ákveðið að mynda með sér kosningabandalag. Í komandi þingkosningunum munu flokkarnir sameinast um eitt forsætisráðherraefni sem ætlað er tryggja að stjórnartíð Orban líði senn undir lok.

Þar að auki munu flokkarnir sameinast um frambjóðendur í öllum kjördæmum.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum sex segjast þeir aldrei ætla að vera með frambjóðendur „sem hafi tekið þátt í spillingu, sem hafi verið einkennandi í stjórnartíð forsætisráðherrans“.

Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Stjórn hans hefur sætt mikilli gagnrýni, meðal annars af Evrópusambandinu, fyrir tilraunir til að grafa undan sjálfstæði dómskerfisins og lýðræðinu sjálfu.


Tengdar fréttir

Sam­kynja pörum í Ung­verja­landi bannað að ætt­leiða

Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna.

Sam­kynja pörum í Ung­verja­landi bannað að ætt­leiða

Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna.

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB

Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.