Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 13:39 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, líst illa á að aðgangur að sjóðum ESB verði skilyrtir við að aðildarríkin sýni réttarríkinu virðingu. Í stjórnartíð hans hafa dómstólar, fjölmiðlar og félagasamtök glatað sjálfstæði sínu að miklu leyti. Vísir/EPA Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent