Innlent

Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi að­stæðna“

Atli Ísleifsson skrifar
Friðarsúlan í Viðey.
Friðarsúlan í Viðey. Listasafn Reykjavíkur

Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar segir að Friðarsúlan verði tendruð að nýju í dag, á stysta degi ársins á vetrarsólstöðum. Frá og með morgundeginum taki daginn svo að lengja á ný.

„Í ljósi aðstæðna í heiminum hefur verið ákveðið að í stað þess að slökkva á geislum súlunnar þegar nýtt ár hefur gengið í garð, eins og venjan er, lýsi Friðarsúlan upp skammdegið allt fram á jafndægur á vori í mars á næsta ári.

Friðarsúlan er listaverk eftir Yoko Ono sem hún tileinkaði eiginmanni sínum heitnum, tónlistarmanninum John Lennon. Friðarsúlan er tendruð á fæðingardegi hans, 9. október ár hvert og slökkt á henni á dánardegi hans 8. desember, en hann féll frá árið 1980,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.