Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2020 11:45 Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær. Vísir/Egill Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47