Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. desember 2020 11:45 Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær. Vísir/Egill Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að verið sé að meta aðstæður. Íbúar Seyðisfjarðar haldi því áfram til þar sem þeim var komið fyrir í gærkvöldi, en stærstur hluti þeirra var á Egilsstöðum í nótt. „Sérfræðingar Veðurstofunnar eru þarna á svæðinu að vinna og það eru drónar þarna sem við notum sem hjálpartæki til að geta rýnt í hlíðarnar. Þetta mun taka smá tíma en ætti að fara að skýrast um eða upp úr hádegi,“ segir Rögnvaldur. Meta þurfi horfur á svæðinu og taka ákvarðanir út frá þeim. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Vilhelm Samstaða og skilningur einkenndu aðgerðir Rögnvaldur segir þá að miðað við aðstæður á Seyðisfirði í gær hafi aðgerðir viðbragðsaðila gengið mjög vel. „Það var mikill skilningur á svæðinu og allir viðbragðsaðilar stóðu sig gríðarlega vel og líka allir íbúar. Það voru allir samstíga um aðgerðir og hvað þyrfti að gera. Þetta eru ótrúlegar aðstæður sem þetta fólk er í, að þurfa að yfirgefa heimili sín við svona aðstæður. Ég tala nú ekki um svona rétt fyrir jól. Hugur okkar er hjá íbúum fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Búið var að gera grein fyrir öllum sem voru á svæðinu sem þurfti að rýma og segir Rögnvaldur að einskis sé saknað. Hann sendir sérstakar þakkir til viðbragðsaðila. „Það er mikið þakklæti fyrir að það hafi enginn slasast í þessu. Það er mikil mildi, og hugur okkar er hjá þeim fyrir austan,“ segir Rögnvaldur. Hann minnir þá fólk á að sinna áfram sóttvörnum, þrátt fyrir allt. „Ekki gleyma þeim. Þó að þetta sé í gangi þá þurfum við að muna eftir sóttvörnunum, ofan í þetta allt saman.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18 Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. 19. desember 2020 07:18
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47