Valgeir þvær fötin í baðkarinu og stefnir á aðalliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 12:46 Valgeir Valgeirsson (t.h.) hefur staðið sig vel hjá Brentford og æfði með aðalliði félagsins nýverið. Brentford Hinn 18 ára gamli Valgeir Valgeirsson hefur æft með aðalliði Brentford nýverið en hann er á láni hjá félaginu frá HK. Valgeir býr á hóteli og hefur þurft að þvo föt sín í baðkarinu þar sem hann hefur ekki aðgang að þvottavél. Þetta er meðal þess sem kom fram í ítarlegu viðtali við Valgeir í Fréttablaðinu á dögunum. Fyrr á þessu ári fór Valgeir á láni til Brentford sem leikur í ensku B-deildinni. Var liðið hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en beið lægri hlut fyrir Fulham í úrslitum umspilsins fræga. Valgeir var hins vegar fenginn á lán til að æfa og spila með varaliði Brentford. Ef það gengi vel myndi félagið svo festa kaup á honum. Það virðist ganga ágætlega þar sem Valgeir hefur æft með aðalliði félagsins undanfarið. Valgeir Valgeirsson hefur verið lánaður til B liðs Brentford sem leikur í næst efstu deild á Englandi. Lánið gildir til maí 2021 og hefur Brentford kauprétt á Valgeiri á þeim tímapunkti.HK óskar honum til hamingju með þetta næsta skref á ferlinum.Gangi þér vel @valgeir29 ! pic.twitter.com/vmnE5RCaJX— HK (@HK_Kopavogur) October 5, 2020 „Síðan ég kom hingað hafa þrír leikmenn úr varaliðinu fengið tækifæri með aðalliðinu og þeirra var bara búinn að vera hér í tvo mánuði þegar hann fékk tækifærið,“ sagði Valgeir meðal annars í viðtalinu. Hann bætti því við að liðinu hefði gengið vel og hefði til að mynda unnið U-23 ára lið Arsenal og Leicester City. Tók sinn tíma að venjast Englandi „É hef aldrei þurft að hlaupa jafn mikið á æfingum og í leikjum. Liðið vill halda boltanum, stýra leikjum og hápressa allan leikinn. Það er enginn afsláttur gefinn og þú færð að heyra það ef þú ert ekki að hreyfa þig án bolta í sóknarleiknum og ert ekki með að hápressa í varnarleiknum,“ sagði Valgeir um leikstíl Brentford. Liðið spilar sókndjarft 3-4-3 leikkerfi þar sem Valgeir er annars vegar að spila sem hægri vængbakvörður eða hægri vængmaður. „Hef skorað fjögur mörk í níu leikjum. Hef alltaf komið mér í góða stöður í leikjunum. Nú er bara að halda áfram að standa mig í æfingum og leikjum.“ A superb first half by #BrentfordFC B as they go 6-0 up against Hendon who beat them a month ago. So many good performances but our man of the half is Valgeir Valgeirsson, (so good they named him twice) pic.twitter.com/BgoQ9Oe8Vo— Bees United (@BeesUnited) October 20, 2020 „É setti mér það markmið að ná að æfa með aðalliðinu áður en þessu ári lýkur og ég æfði með aðalliðinu um daginn þannig það tókst. Næsta langtímamarkmið er að komast í hópinn hjá aðalliðinu fyrir næsta keppnistímabil. Annars tek ég bara eina æfingu og einn leik fyrir í einu.“ Engin þvottavél til staðar á hótelinu Vegna kórónufaraldursins hefur ekki gengið að koma Valgeiri fyrir hjá fósturfjölskyldu eins og þekkist meðal ungra leikmanna í Bretlandi. Hann býr því einn á hóteli þar sem hann hefur ekki aðgang að þvottavél. „Hef þurft að þvo af mér með þvottaefni í baðinu á hótelherberginu. Maður þarf bara að redda sér,“ segir Valgeir um vesenið sem fylgir því að vera án þvottavélar. Valgeir segist þó spenntur fyrir framhaldinu og sér líði almennt vel í Brentford. Hann er hrifinn af félaginu og vonast til þess að félagið komist upp í úrvalsdeildina næsta vor. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í ítarlegu viðtali við Valgeir í Fréttablaðinu á dögunum. Fyrr á þessu ári fór Valgeir á láni til Brentford sem leikur í ensku B-deildinni. Var liðið hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en beið lægri hlut fyrir Fulham í úrslitum umspilsins fræga. Valgeir var hins vegar fenginn á lán til að æfa og spila með varaliði Brentford. Ef það gengi vel myndi félagið svo festa kaup á honum. Það virðist ganga ágætlega þar sem Valgeir hefur æft með aðalliði félagsins undanfarið. Valgeir Valgeirsson hefur verið lánaður til B liðs Brentford sem leikur í næst efstu deild á Englandi. Lánið gildir til maí 2021 og hefur Brentford kauprétt á Valgeiri á þeim tímapunkti.HK óskar honum til hamingju með þetta næsta skref á ferlinum.Gangi þér vel @valgeir29 ! pic.twitter.com/vmnE5RCaJX— HK (@HK_Kopavogur) October 5, 2020 „Síðan ég kom hingað hafa þrír leikmenn úr varaliðinu fengið tækifæri með aðalliðinu og þeirra var bara búinn að vera hér í tvo mánuði þegar hann fékk tækifærið,“ sagði Valgeir meðal annars í viðtalinu. Hann bætti því við að liðinu hefði gengið vel og hefði til að mynda unnið U-23 ára lið Arsenal og Leicester City. Tók sinn tíma að venjast Englandi „É hef aldrei þurft að hlaupa jafn mikið á æfingum og í leikjum. Liðið vill halda boltanum, stýra leikjum og hápressa allan leikinn. Það er enginn afsláttur gefinn og þú færð að heyra það ef þú ert ekki að hreyfa þig án bolta í sóknarleiknum og ert ekki með að hápressa í varnarleiknum,“ sagði Valgeir um leikstíl Brentford. Liðið spilar sókndjarft 3-4-3 leikkerfi þar sem Valgeir er annars vegar að spila sem hægri vængbakvörður eða hægri vængmaður. „Hef skorað fjögur mörk í níu leikjum. Hef alltaf komið mér í góða stöður í leikjunum. Nú er bara að halda áfram að standa mig í æfingum og leikjum.“ A superb first half by #BrentfordFC B as they go 6-0 up against Hendon who beat them a month ago. So many good performances but our man of the half is Valgeir Valgeirsson, (so good they named him twice) pic.twitter.com/BgoQ9Oe8Vo— Bees United (@BeesUnited) October 20, 2020 „É setti mér það markmið að ná að æfa með aðalliðinu áður en þessu ári lýkur og ég æfði með aðalliðinu um daginn þannig það tókst. Næsta langtímamarkmið er að komast í hópinn hjá aðalliðinu fyrir næsta keppnistímabil. Annars tek ég bara eina æfingu og einn leik fyrir í einu.“ Engin þvottavél til staðar á hótelinu Vegna kórónufaraldursins hefur ekki gengið að koma Valgeiri fyrir hjá fósturfjölskyldu eins og þekkist meðal ungra leikmanna í Bretlandi. Hann býr því einn á hóteli þar sem hann hefur ekki aðgang að þvottavél. „Hef þurft að þvo af mér með þvottaefni í baðinu á hótelherberginu. Maður þarf bara að redda sér,“ segir Valgeir um vesenið sem fylgir því að vera án þvottavélar. Valgeir segist þó spenntur fyrir framhaldinu og sér líði almennt vel í Brentford. Hann er hrifinn af félaginu og vonast til þess að félagið komist upp í úrvalsdeildina næsta vor. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira