Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 16:01 Valsmenn reikna ekki með Ara Frey á Hlíðarenda næsta sumar. Michael Regan/Getty Images Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira